Vorum á hælunum frá fyrstu mínútu

Frá leik liðanna í kvöld.
Frá leik liðanna í kvöld. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

„Það vantaði allan anda í okkur í þennan leik. Allt sem við vorum að gera vel um síðustu helgi sást ekki í dag. Við vorum á hælunum frá fyrstu mínútu og það vantaði allt líf í okkur," sagði Sigurbjörg Jóhannsdóttir, fyrirliði Fram eftir 25:21-tap gegn Haukum í næstsíðustu umferð Olísdeildarinnar í handbolta í kvöld.

Fram vann Hauka með miklu öryggi er liðin mættust um síðustu helgi í bikarúrslitum. Sigurbjörg segir Framliðið hafa fallið á prófi með að ná ekki að gíra sig fyrir leikinn.

„Það á ekki að vera erfitt að gíra sig fyrir leikinn. Maður á að geta endurstillt sig og komið sér í gírinn en við féllum á því prófi í dag. Við verðum að hugsa okkur gang og nýta tímann vel núna og koma okkur í gang fyrir næstu helgi, það er stutt í næsta leik."

Fínar líkur eru á því að Haukar og Fram mætist í úrslitakeppninni, en Haukar hafa unnið Fram þrisvar í deildinni í vetur.

„Það verður hörkueinvígi og það eru fínar leikur á að við fáum þær. Við erum búnar að spila oft við þær í vetur og þetta hefur verið skipt. Þær unnið okkur þrisvar og það verður virkilega erfitt. Við þurfum að vinna í okkar málum og sýna betri frammistöðu,"

Sigurbjörg Jóhannsdóttir
Sigurbjörg Jóhannsdóttir mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert