Berge er klár með sinn hóp

Christian Berge, landsliðsþjálfari Noregs í handknattleik karla.
Christian Berge, landsliðsþjálfari Noregs í handknattleik karla. AFP

Christian Berge, landsliðsþjálfari Noregs í handknattleik karla, hefur valið þá leikmenn sem hann ætlar að tefla fram á fjögurra liða mótinu. Golden League, sem Norðmenn halda í nágrenni Bergen í næsta mánuði. Íslenska landsliðið verður á meðal þátttökuliða í mótinu.

Berge valdi 18 leikmenn til undirbúnings fyrir mótið. Af þeim voru 14 í landsliðshópnum sem tók þátt í Evrópumótinu í Króatíu í janúar en þar tefldi Berge fram 18 leikmönnum þegar upp var staðið.

Markvörðurinn Espen Christensen var ekki valinn að þessu sinni en hann var einn þriggja markvarða Norðmanna á EM. Auk hans sitja Joakom Hykkerud, Gran Sorheim og Eivind Tangen eftir heima. Í þeirra stað koma inn Sebastian Barthold, lærisveinn Arons Kristjánssonar hjá Álaborg, og Kevin Maagerö Gulliksen, örvhentur hornamaður, leikstjórnandinn Magnus Fredriksen, báðir hjá Elverum og örvhent skytta frá Kolstad, Lasse Balstad. 

Norski hópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum:

Markverðir:

Torbjørn Bergerud, TTH Holstebro 

Kristian Sæverås, HK Malmö 

Vinstra horn:

Magnus Jøndal, GOG Svendborg

Sebastian Barthold, Aalborg Håndbold 

Hægra horn: 

Kristian Bjørnsen, HSG Wetzlar 

Kevin Maagerø Gulliksen, Elverum Håndball 

Skyttur hægra megin:

Magnus Abelvik Rød, SG Flensburg-Handewitt 

Kent Robin Tønnesen, Veszprém 

Harald Reinkind, Rhein-Neckar Löwen 

Miðjumenn:

Christian O'Sullivan, SC Magdeburg 

Magnus Fredriksen, Elverum Håndball 

Gøran S. Johannesen, GOG Svendborg 

Skyttur vinstra megin:

Espen Lie Hansen, HBC Nantes

Sander Sagosen, Paris Saint-Germain Handball

Lasse I. Balstad, Kolstad Håndball 

Línumenn:

Bjarte Myrhol, Skjern Håndbold 

Magnus Gullerud, GWD Minden 

Henrik Jakobsen, GOG Svendborg

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert