Fór í Val eftir botnlangakast

Bjarni Ófeigur Valdimarsson, Gróttu.
Bjarni Ófeigur Valdimarsson, Gróttu. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Markahæsti leikmaður handknattleiksliðs Gróttu, Bjarni Ófeigur Valdimarsson, hefur yfirgefið félagið og ætlar að leika það sem eftir lifir af keppninni í Olísdeildinni með Val. Bjarni Ófeigur var lánaður til Gróttu frá Val við upphaf keppnistímabilsins í haust sem leið og gat þar af leiðandi snúið til baka á Hlíðarenda hvenær sem var.

Bjarni Ófeigur sló í gegn hjá Gróttu í vetur. Hann skoraði 88 mörk í 18 leikjum og er sem stendur markahæsti leikmaður liðsins í deildinni. Bjarni Ófeigur lék ekki með Gróttu í 18. og 20. umferð deildarinn, fyrir hléið sem gert var vegna úrslitaleikja bikarkeppninni. Ástæðan fyrir fjarveru hans í þeim leikjum var sú að hann fékk botnlangakast.

Nú lítur úr fyrir að Bjarni Ófeigur hafi náð heilsu á nýjan leik og ætli að koma að fullu inn í Valsliðið í titilvörn þess á Íslandsmótinu. Bjarni Ófeigur verður gjaldgengur með Val þegar Hlíðarendapiltar taka á móti Mosfellingum á sunnudagskvöldið í næst síðustu umferð Olísdeildarinnar. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert