Jicha aðstoðarmaður Alfreðs

Filip Jicha tekur við starfi aðstoðarþjálfara Kiel í sumar.
Filip Jicha tekur við starfi aðstoðarþjálfara Kiel í sumar. Ljósmynd/thw-provinzial.de

Tékkinn Filip Jicha mun starfa við hlið Alfreðs Gíslasonar þjálfara þýska handknattleiksliðsins Kiel, frá og með næsta keppnistímabili. Félagið staðfesti þetta í morgun en orðrómur hafði hefur verið upp um nokkurt skeið að Jicha væri á leið til Kiel á nýjan leik. 

Samningur hans við Kiel er til þriggja ára. 

Jicha lagið handknattleiksskóna á hilluna í haust eftir hafa glímt við þrálát meiðsli um árabil. Hann lék með Kiel  frá 2007 til 2015 og þekkir þar af leiðandi vel til Alfreð. Jicha var fyrirliði Kiel um árabil og einn sigursælasti leikmaður í sögu félagsins.

Jicha fór óvænt til Barcelona sumarið 2015 en náði aldrei að sýna sína réttu hliðar vegna meiðsla. 

Jicha verður hægri hönd Alfreð þjálfara frá og með næsta keppnistímabili sem verður það síðasta hjá Alfreð. Hvort Jicha taki við er e.t.v. of snemmt að segja til um en hann hefur ekki verið viðriðinn þjálfun handknattleiksmanna fram til þessa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert