Þriggja liða barátta í lokaumferðinni

Ágúst Þór Jóhannsson og leikmenn hans í Val standa best …
Ágúst Þór Jóhannsson og leikmenn hans í Val standa best að vígi fyrir lokaumferðina í Olísdeild kvenna sem fram fer á morgun. Haukar og ÍBv eiga einnig möguleika á deildarmeistaratitlinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þrjú félög eiga möguleika á deildarmeistaratitlinum í Olísdeild kvenna fyrir lokaumferðina sem leikin verður á morgun.

Valur er með 32 stig, Haukar 30, Fram 30 og ÍBV 30 stig og liðin mætast innbyrðis. Valur og Haukar eigast við á Hlíðarenda en Fram mætir ÍBV í Safamýri.

Þessi fjögur lið eru jafnframt komin í undanúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn og leikir morgundagsins ráða því hverjir mætast í þeim viðureignum.

Valur stendur best að vígi

Fram er eina liðið af þessum fjórum sem getur ekki náð efsta sætinu en sá möguleiki er úr sögunni eftir ósigurinn gegn Haukum í fyrrakvöld, 25:21. Valur stendur best að vígi en Haukar og ÍBV geta með réttum úrslitum náð toppsætinu.

Ef Valskonur tapa fyrir Haukum munu innbyrðis úrslit tveggja eða þriggja liða ráða röð liðanna.

*Valur vinnur deildina með sigri eða jafntefli á Haukum. Líka með eins marks tapi ef Fram og ÍBV skilja jöfn. Þá væru Valur og Haukar hnífjöfn innbyrðis en Valur með betri heildarmarkatölu. Lokastaðan væri Valur 32, Haukar 32, Fram 31, ÍBV 31.

*Haukar vinna deildina ef þeir vinna leikinn með tveimur mörkum og ÍBV nær ekki að sigra Fram. Haukar 32, Valur 32, Fram 32, ÍBV 30. Haukar þurfa sextán marka sigur á Val ef ÍBV vinnur Fram.

*ÍBV vinnur deildina með því að sigra Fram ef Haukar vinna Val. Nema Haukar vinni Val með sextán marka mun. ÍBV 32, Valur 32, Haukar 32, Fram 30.

Framkonur standa höllum fæti í innbyrðis viðureignum gagnvart Val og Haukum ef þessi þrjú lið verða jöfn. Fram getur því ekki endað ofar en í öðru sæti deildarinnar, en nær því með sigri eða jafntefli gegn ÍBV ef Haukar tapa fyrir Val. Allir geta mætt öllum í undanúrslitunum þannig að þessir þrír möguleikar eru fyrir hendi:

*Valur – ÍBV og Fram – Haukar.

*ÍBV – Fram og Haukar – Valur.

*Valur – Fram og Haukar – ÍBV. Heimaleikir geta líka snúist við.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert