Eva í umspil og Birna í frí

Eva Björk og Ajax eru fallin úr deild þeirra bestu.
Eva Björk og Ajax eru fallin úr deild þeirra bestu. Ljósmynd/Ajax

Lokaumferð í dönsku A-deildar kvenna í handbolta fór fram í dag og voru tvær íslenskar handboltakonur í eldlínunni. Eva Björk Davíðsdóttir og liðsfélagar hennar í Ajax, hafna í neðsta sæti deildarinnar með aðeins þrjú stig og leika við liðið sem hafnar í 3. sæti í B-deildinni um áframhaldandi veru í deildinni.

Eva komst ekki á blað í 33:28-tapi á útivelli gegn Köbenhavn í dag. Birna Berg Haraldsdóttir skoraði hins vegar tvö mörk fyrir Aarhus sem fékk skell gegn Nykøbing, 36:21. Aarhus hafnar í 10. sæti af 12 liðum deildarinnar með 12 stig og er komið í sumarfrí. Birna Berg er á leiðinni í aðgerð til að fá bót meina sinna við hnémeiðslum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert