Grótta sendi Fjölnisstúlkur niður

Lovísa Thompson og stöllur í Gróttu sendu Fjölnisstúlkur niður í …
Lovísa Thompson og stöllur í Gróttu sendu Fjölnisstúlkur niður í 1. deild í dag en hún skoraði 9 mörk. mbl.is/Árni Sæberg

Grótta vann Fjölni 24:17 í Olís-deild kvenna í handknattleik og sendi Grafarvogsstúlkur niður um deild í dag í slag tveggja neðstu liðanna í deildinni.

Lovísa Thompson var markahæst með níu mörk í sigrinum mikilvæga hjá Gróttu gegn Fjölni.

Stjarnan vann svo Selfoss 32:27 í Garðabæ. Ramune Pekarskyte skoraði 8 mörk fyrir Stjörnuna og var markahæst þeirra. Perla Ruth Albertsdóttir skoraði sömuleiðis 8 mörk og var markahæst Selfyssinga.

Endaleg staða í Olís-deild kvenna í handknattleik er þar með ljós.

Valur og Haukar annars vegar og Fram og ÍBV hins vegar mætast í undaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn. Valskonur urðu deildarmeistarar.

Fjölnir fer beint niður en Grótta fer í umspil með liðumnum sem lenda í 2. 3. og 4. sæti í 1. deildinni. Er þar um að ræða ÍR og FH, og síðan KA/Þór eða HK sem mætast í hreinum úrslitaleik deildarinnar á Akureyri klukkan 16.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert