KA/Þór upp í efstu deild á ný

Martha Hermannsdóttir, fyrirliði KA/Þórs, hampar deildarmeistarabikarnum fyrir norðan í dag.
Martha Hermannsdóttir, fyrirliði KA/Þórs, hampar deildarmeistarabikarnum fyrir norðan í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

KA/Þór spilar í deild þeirra bestu á næsta ári eftir 30:21-heimasigur á HK í síðustu umferð 1. deildar kvenna í handbolta, Grill 66-deildinni, í dag. Leikurinn var hreinn úrslitaleikur um hvort liðið færi upp um deild.

Sigurinn var ansi öruggur og voru heimakonur yfir nánast allan leikinn. Ásdís Guðmundsdóttir skoraði átta mörk fyrir KA/Þór og Martha Hermansdóttir var með sex mörk. Þórunn Friðriksdóttir var markahæst hjá HK með fimm mörk. 

KA/Þór tapaði í umspili um sæti í efstu deild á síðasta ári, en í vetur tapaði liðið ekki einum einasta leik í deildinni, vann 15 og gerði eitt jafntefli og endar með 31 stig, fjórum stigum meira en HK.

HK hafnar í 2. sæti deildarinnar með 27 stig og mætir ÍR, sem hafnaði í 3. sæti með 22 stig í umspili um sæti í efstu deild. FH, sem hafnaði í 4. sæti með 16 stig, mætir Gróttu, sem var í næstneðsta sæti Olísdeildarinnar. 

Lið KA/Þórs, sigurvegari í næstefst deild kvenna í handbolta, Grill ...
Lið KA/Þórs, sigurvegari í næstefst deild kvenna í handbolta, Grill 66-deildinni, eftir sigurinn á HK nyrðra í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Norðanstúlkur fögnuðu ákaft eftir sigurinn, eins og nærri má geta.
Norðanstúlkur fögnuðu ákaft eftir sigurinn, eins og nærri má geta. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, afhentu Mörthu Hermannsdóttur, fyrirliða ...
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, afhentu Mörthu Hermannsdóttur, fyrirliða KA/Þórs, deildarmeistarabikarinn. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Ásdís Guðmundsdóttir var markahæst í liði KA/Þórs í dag. Hér ...
Ásdís Guðmundsdóttir var markahæst í liði KA/Þórs í dag. Hér skorar hún eftir hraðaupphlaup – eitt átta marka sinna í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is