Nánast allt gekk upp

Morgan Marie Þorkelsdóttir, leikmaður Vals.
Morgan Marie Þorkelsdóttir, leikmaður Vals. mbl.is/Árni Sæberg

„Það sem lagt var upp með fyrir leikinn gekk nánast allt upp,“ sagði Morgan Marie Þorkelsdóttir sem var markahæst í liði Vals þegar liðið vann Hauka, 28:22, og tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Olísdeild kvenna í handknattleik í lokaumferðinni í dag en viðureignin fór fram í Víkinni.

„Okkur hefur oft gengið vel í fyrri hálfleik í undangengnum leikjum en misst dampinn í þeim síðari. Nú voru við staðráðnir í að það gerðist ekki og það gekk eftir.  Við byrjuðum síðari hálfleikinn af krafti. Allar okkur léku vel og segja má að við höfum leikið sem eins sterk liðsheild frá upphafi til enda,“ sagði Morgun sem sannarlega sprakk út í úrslitaleiknum í dag.

„Ég hef verið stöngin út meira og minna allt tímabilið og þess vegna var kærkomið að hitta á þennan leik þegar mestu máli skipti,“ sagði Morgan sem fór á kostum í sóknarleiknum og skoraði sjö mörk fyrir Vals, flest með þrumuskotum.  „Vonandi þetta það sem koma skal í úrslitakeppninni.“

Morgan segir  Val hafa verið með frumkvæðið á Íslandsmótinu frá upphafi í haust.  „Við höfum verið nokkuð stabilar sem er mikið framfaraskref frá síðasta ári þegar við voru ekki góðar og töpuðum síðan þræðinum eftir áramótin.

Þessi sigur er sætur. Nú verðum við að búa okkur undir úrslitakeppnina sem hefst eftir páskana. Það verður gott að fá smáhlé frá keppni áður en úrslitin hefjast þar sem við mætum Haukum aftur,“ sagði Morgan Marie Þorkelsdóttir, leikmaður Vals og deildarmeistari í handknattleik kvenna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert