ÍBV með góða stöðu eftir sigur á Stjörnunni

Bjarki Már Gunnarsson, Stjörnunni, Andri Heimir Friðriksson, ÍBV, Hjálmtýr Alfreðsson, …
Bjarki Már Gunnarsson, Stjörnunni, Andri Heimir Friðriksson, ÍBV, Hjálmtýr Alfreðsson, Stjörnunni, og Sigurbergur Sveinsson, ÍBV. mbl.is/Árni Sæberg

Eyjamenn standa mjög vel að vígi í baráttunni um deildarmeistaratitil karla í handknattleik eftir sigur á Stjörnunni í Vestmannaeyjum í kvöld, 29:28.

Þeir eru með 32 stig og eiga eftir útileik gegn Fram í lokaumferðinni. Selfoss og FH eru líka með 32 stig en baráttan verður fyrst og fremst á milli Selfoss og ÍBV sem hafa bæði betur gegn FH í innbyrðis viðureignum. 

Leikurinn var jafn allan tímann og staðan var 14:13, ÍBV í vil, í hálfleik. Eyjamenn náðu ekki að hrista Garðbæinga af sér fyrr en undir lokin þegar þeir komust í 28:25 þegar tvær mínútur voru eftir. Síðan í 29:26 en Stjarnan skoraði tvö síðustu mörkin á lokamínútunni en fékk ekki tækifæri til að jafna metin.

Kári Kristján Kristjánsson skoraði 8 mörk fyrir Eyjamenn og Andri Heimir Friðriksson 5 en Egill Magnússon var markahæstur Stjörnumanna með 7 mörk og Leó Snær Pétursson skoraði 4.

ÍBV 29:28 Stjarnan opna loka
60. mín. ÍBV tapar boltanum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert