Meiðsli Rúnars minniháttar

Rúnar Kárason.
Rúnar Kárason. mbl.is/Gordan Lausic

Rúnar Kárason, landsliðsmaður í handknattleik, lék ekki með liði sínu Hanno­ver-Burgdorf sem tapaði 29:26 fyr­ir Wetzl­ar á úti­velli í 1. deildinni í dag. Rúnar tjáði mbl.is að meiðslin væru minniháttar. 

Rúnar meiddist í kálfa en segir meiðslin ekki vera alvarleg. Ekki hafi þótt ástæða til að taka áhættu og láta hann spila í dag. 

Rúnar býst við því að geta æft þegar líður á vikuna og fyrstu landsleikirnir undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar í þessari atrennu ættu því ekki að vera í hættu hjá Rúnari ef fram heldur sem horfir. Landsliðið leikur á fjögurra liða móti í Noregi 5.-9. apríl. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert