Mikið breytt lið hjá Dönum

Nikolaj Jacobsen landsliðsþjálfari Dana.
Nikolaj Jacobsen landsliðsþjálfari Dana. AFP

Nikolaj Jacobsen landsliðsþjálfari Dana í handknattleik hefur valið 18 manna leikmannahóp fyrir Gull-deildarmótið sem fram fer í Noregi í byrjun apríl en á mótinu keppa Noregur, Frakkland, Danmörk og Ísland.

Jacobsen teflir fram mikið breyttu liði frá Evrópumótinu í Króatíu í janúar þar sem Danir höfnuðu í fjórða sæti.

„Þetta er æfingamót svo við höfum tækifæri til að gefa ungum leikmönnum tækifæri sem eiga möguleika á að komast nær landsliðinu í framtíðinni. Liðið er góð blanda af ungum leikmönnum og reynslumeiri,“ segir Jacobsen á vef danska handknattleikssambandsins.

Stórskyttan Mikkel Hansen er í hópnum en hann mun æfa með liðinu fyrir mótið í Noregi en mun ekki taka þátt í því.

Leikmannahópur Dana:

Markverðir:
Emil Nielsen 
Kevin Møller

Hornamenn:
Tim Sørensen 
René Rasmussen 
Magnus Landin 
Magnus Bramming

Línumenn:
Anders Zachariassen 
Magnus Saugstrup 
Alexander Lynggaard

Útileikmenn:
Mads Mensah 
Rasmus Lauge 
Niclas Kirkeløkke 
Nikolaj Øris 
Frederik Clausen 
Jacob Holm 
Nikolaj Markussen 
Lasse Møller 
Mikkel Hansen

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert