Einn nýliði í 16 manna landsliðshópi

Thea Imani Sturludóttir er í landsliðshópnum.
Thea Imani Sturludóttir er í landsliðshópnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Axel Stefánsson, landsliðsþjálfari kvennaliðs Íslands í handbolta, hefur valið 16 leikmenn sem taka þátt í leikjunum tveimur gegn Slóveníu í undankeppni EM, sem fram fer í Frakklandi í lok árs. 

Íslenska liðið mætir Slóveníu í Laugardalshöllinni annað kvöld kl. 19:30 og er frítt inn fyrir áhorfendur. Síðari leikurinn í Slóveníu er næstkomandi sunnudag.

Íslenska liðið hefur tapað báðum leikjum sínum í riðlinum til þessa; fyrst gegn Tékkum úti og svo Danmörku heima. Slóvenía tapaði fyrir Danmörku á útivelli og gerði svo 28:28-jafntefli við Tékkland á heimavelli. 

Hér að neðan má sjá 16 manna landsliðshóp Íslands, en Díana Dögg Magnúsdóttir er sú eina sem ekki hefur leikið landsleik. 

Arna Sif Pálsdóttir - Debreceni - 131 landsleikur, 203 mörk
Birna Berg Haraldsdóttir - Aarhus United - 48 landsleikir, 97 mörk
Díana Dögg Magnúsdóttir - Valur - 0 landsleikir
Ester Óskarsdóttir - ÍBV - 12 landsleikir, 6 mörk
Elín Jóna Þorsteinsdóttir - Haukar - 10 landsleikir, 0 mörk
Eva Björk Davíðsdóttir - Ajax - 14 landsleikir, 9 mörk
Guðný Jenný Ásmundsdóttir - ÍBV - 54 landsleikir, 1 mark
Hafdís Renötudóttir - SönderjyskE - 7 landsleikir, 0 mörk
Helena Rut Örvarsdóttir - Byåsen - 16 landsleikir, 29, mörk
Hildigunnar Einarsdóttir - Hypo - 77 landsleikir, 70 mörk
Karen Knútsdóttir - Fram - 86 landsleikir, 310 mörk
Perla Ruth Albertsdóttir - Selfoss - 3 landsleikir, 8 mörk
Ragnheiður Júlíusdóttir - Fram - 11 landsleikir, 8 mörk
Stefanía Theodórsdóttir - Stjarnan - 4 landsleikir, 1 mark
Thea Imani Sturludóttir - Volda - 17 landsleikir, 16 mörk
Þórey Rósa Stefánsdóttir - Fram - 83 landsleikir, 211 mörk

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert