Geir úr leik í 6-8 mánuði

Geir Guðmundsson.
Geir Guðmundsson. mbl.is/Golli

Handknattleiksmaðurinn Geir Guðmundsson fer í aðgerð á ökkla öðrum hvorum megin við næstu helgi vegna meiðsla sem hann varð fyrir á æfingu með Cesson-Rennes í frönsku 1. deildinni í síðasta mánuði.

„Læknirinn minn telur að ég verði frá keppni í sex til átta mánuði eftir aðgerðina,“ sagði Geir við Morgunblaðið í gær.

Nokkurn tíma hefur tekið að greina meiðslin sem Geir varð fyrir á ökkla en nú er staðfest að tvö liðbönd í ökklanum eru slitin. „Þetta er versta mögulega niðurstaða, því miður,“ sagði Geir sem lengi lifði í voninni um að liðböndin hefðu aðeins tognað. Eftir ítrekaðar rannsóknir liggur niðurstaðan fyrir og ljóst að Geir leikur í versta falli ekki handknattleik á nýjan leik með Cesson-Rennes fyrr en undir árslok. Hann er að ljúka öðru keppnistímabili sínu með liðinu sem situr í þriðja neðsta sæti frönsku 1. deildarinnar þegar sjö umferðir eru óleiknar.

Skömmu áður en Geir meiddist hafði hann skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Cesson-Rennes. Hann hefur þar með fast land undir fótum í samningsmálum. Ragnar Óskarsson er aðstoðarþjálfari liðsins.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert