Verður sú hæst launaða í heimi

Isabelle Gullden í leik með sænska landsliðinu.
Isabelle Gullden í leik með sænska landsliðinu. AFP

Sænska landsliðskonan Isabelle Gulldén kemur til með að verða hæst launaða handboltakona heimsins þegar hún gengur í raðir franska liðsins Brest í sumar.

Gulldén yfirgefur rúmenska liðið Bucuresti í sumar og að því er fram kemur í sænska blaðinu Aftonbladet mun hún fá 3 milljónir sænskra króna í árslaun en sú upphæð jafngildir 36,5 milljónum íslenskra króna. Þar með verður hún launahærri en norska landsliðskonan Nora Mørk sem leikur með ungverska liðinu Gyor en árslaun hennar nema um 26 milljónum króna.

Hæst launaði handboltamaður heimsins er franski landsliðsmaðurinn Nikola Karabatic en hann fær í árslaun hjá franska liðinu Paris SG sem svarar 168 milljónum króna.

mbl.is