Ég þoli ekki jafntefli

Hafdís Lilja Renötudóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir í leiknum við …
Hafdís Lilja Renötudóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir í leiknum við Slóvena í Laugardalshöll í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég hélt að við værum að vinna leikinn þegar Karen skoraði úr vítinu 20 sekúndum fyrir leikslok en því miður jöfnuðu Slóvenar metin. Jöfnunarmarkið var algjört ógeð,“ sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir, einn besti leikmaður íslenska landsliðsins gegn Slóvenum í Laugardalshöll í kvöld í undankeppni EM í handknattleik. Slóvenar jöfnuðu metin fimm sekúndum fyrir leikslok, 30:30.

„Ég er hrikalega svekkt að hafa ekki náð að vinna úr því sem komið var. Ég þoli ekki jafntefli,“ sagði Þórey Rósa og var afar vonsvikin. „Slóvenar eru með gott lið og við hittum allar á góðan leik, sem er alls ekki sjálfgefið. Auk þess þá náum við að snúa leiknum  okkur í hag á lokakaflanum og voru mjög nærri því að vinna,“ sagði Þórey Rósa sem skoraði sex mörk í leiknum.

„Það sem gerir mig enn svekktari að vinna ekki leik er sú staðreynd að okkur tókst að snúa honum okkur í hag. Við lékum þetta leik lengst af en gerðum of mikið af klaufamistökum af og til. Það kostar okkur bæði stigi. Hver mistök er rosalega dýr í svona jöfnum leik,“ sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert