Eitt stig í háspennuleik

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik uppskar sitt fyrsta stig í undankeppni Evrópumótsins þegar liðið gerði jafntefli við Slóveníu í Laugardalshöll í kvöld, 30:30. Ísland er nú með eitt stig í riðlinum en Slóvenía tvö.

Íslenska liðið byrjaði leikinn ágætlega. Fyrstu sóknirnar voru vel heppnaðar og leikmenn liðsins skiluðu sér fljótlega aftur í vörnina sem gekk vel þegar hægt að var að stilla henni upp. Leikin var 5/1 vörn svipuð þeirri sem lið ÍBV leika í karla- og kvennaflokki. Ester Óskarsdóttir lék fremst í henni. Hafdís Lilja Renötudóttir var stóð sig vel í markinu. Eins og fyrr segir þá gekk uppstilltur varnarleikur nokkuð vel í fyrri hálfleik. Hnökrarnir voru í sóknarleiknum.

Sóknarleikurinn slaknaði þegar á leið fyrri hálfleik eftir nokkra yfirvegun framan af. Mistökin hrúguðust upp á tveimur afgerandi leikköflum sem gerði að verkum að Slóvenar fengu mörg hraðaupphlaup en um helmingur marka liðsins í fyrri hálfleik var skoraður eftir hröð upphlaup. Helena Rut Örvarsdóttir var mjög afgerandi í sóknarleiknum og skoraði sjö mörk í fyrri hálfleik. Eins lék Þórey Rósa Stefánsdóttir afar vel. Í tvígang lenti íslenska liðið fjórum mörkum undir en náði að klóra í bakkann og minnka muninn. Þegar fyrri hálfleikur var að baki var munurinn eitt mark, 17:16, Slóvenum í vil.

Meiri yfirvegun var á í leiknum í síðari hálfleik af hálfu íslenska liðsins. Sóknarmistökunum fækkaði en engu að síður voru Slóvenar með fjögurra marka forksot, 24:20, þegar 17 mínútur voru til leiksloka. Þá kom góður íslenskur kafli með fimm mörkum í röð. Íslenska liðið komst yfir. Var það ekki síst að þakka frábærum varnarleik og magnaðri frammistöðu Guðnýjar Jennýar Ásmundsdóttur markvarðar sem skipti við Hafdísi Renöturdóttur sem ekki náði sér á sama strik í síðari hálfleik og í þeim fyrri.

Með markvissum sóknarleik undir stjórn Karenar Knútsdóttur, frábærum varnarleik þar sem Ester Óskarsdóttir fór á kostum og flottri frammistöð Jennýjar í markinu, náði íslenska liðið tveggja marka forskoti, 29:27, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. Slóvenar jöfnuðu 29:29. Karen kom Íslandi yfir út vítakasti þegar rúmar 20 sekúndur voru til leiksloka. En Slóvenum tókst að jafna metin fimm sekúndur fyrir leikslok með marki af línunni.

Eftir frábæran lokakafla voru það vonbrigði fyrir íslenska landsliðið að fá ekki bæði stigin í leiknum. Hinsvegar lék liðið á köflum afar vel, ekki síst var síðari hálfleikur góður þegar mistökunum í sóknarleiknum fækkaði til muna.

Helena Rut Örvarsdóttir átti stórleik og skoraði 10 mörk. Þórey Rósa, Ester, Karen auk Jennýjar í síðari hálfleik og Hafdísar í markinu í fyrri hálfleik.

Danir tróna á toppnum í riðlinum með 6 stig en Tékkar hafa önglað saman þremur stigum. Danir unnu Tékka 26:21 í Plzen í Tékklandi í kvöld.

Íslendingar og Slóvenar mætast öðru sinni í undankeppninni í Celje í Slóveníu síðdegis á sunnudag. 

Ísland 30:30 Slóvenía opna loka
60. mín. Slóvenía tekur leikhlé 52 sekúndur eftir og nú er allt undir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert