Selfoss vann og þurfti að bíða fregna

Árni Steinn Steinþórsson fór á kostum fyrir Selfoss í kvöld.
Árni Steinn Steinþórsson fór á kostum fyrir Selfoss í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Selfyssingar unnu öruggan sigur á Víkingi í lokaumferð Olísdeildar karla í handbolta í kvöld 37:26 og þurftu í kjölfarið að bíða úrslitanna úr leik Fram og ÍBV sem stöðvaðist vegna rafmagnsleysis.

Þetta var leikur kattarins að músinni en staðan í hálfleik var 17:12. Selfoss byrjaði af miklum krafti í seinni hálfleik, skoraði fyrstu fjögur mörkin og gerðu endanlega út um leikinn. Víkingar höfðu ekki gæðin til þess að ógna Selfyssingum.

Árni Steinn Steinþórsson var markahæstur Selfyssinga með 8 mörk og Helgi Hlynsson varði 9 skot. Jón Hjálmarsson og Birgir Birgisson skoruðu 7 mörk fyrir Víking og Hrafn Valdísarson varði 4 skot.

Eftir leik þurftu Selfyssingar svo að bíða fregna úr leik Fram og ÍBV, en ef Eyjamenn töpuðu stigum yrðu Selfyssingar deildarmeistarar. Svo fór hins vegar að ÍBV vann hádramatískan sigur með sigurmarkinu á síðustu sekúndunum og endar Selfoss því í öðru sæti.

Selfoss 37:26 Víkingur opna loka
60. mín. Helgi Hlynsson (Selfoss) varði skot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert