FH fór illa með Stjörnuna

Ásbjörn Friðriksson FH-ingur sækir að marki Stjörnunnar.
Ásbjörn Friðriksson FH-ingur sækir að marki Stjörnunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

FH-ingar höfðu betur gegn Stjörnunni, 38:26, í lokaumferð Olís-deildar karla í handknattleik í Ásgarði í kvöld. FH endaði í 3. sætinu og mætir Aftureldingu í úrslitakeppninni en Stjarnan, sem varð í sjöunda sætinu með Selfyssingum.

Það mátti glöggt merkja að leikurinn hafði ekki ýkja mikla þýðingu. FH-ingar voru nánast búnir að missa af lestinni í baráttunni um deildarmeistaratitilinn og fyrir Stjörnumenn var þetta spurningin um hvort þeir næðu sjötta sætinu í deildinni.

FH-ingar voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 19:14, og þeir náðu átta marka forskoti í byrjun síðari hálfleik og þar með var aðeins spurning hversu stór sigur Hafnarfjarðarliðsins yrði.

FH-ingar voru betri á öllum sviðum heldur en Stjörnumenn sem virtust gefast upp þegar skammt var liðið á seinni hálfleikinn. FH-ingar sölluðu inn mörkum úr hraðaupphlaupum og þar fór fremstur í flokki hornamaðurinn knái Óðinn Þór Ríkharðsson sem skoraði 11 mörk í leiknum eins og Einar Rafn Eiðsson en FH-ingar þéttu vörn sína í seinni hálfleiknum og kaffærðu Garðbæinga í seinni hálfleiknum.

Varnarleikur Stjörnumanna var í molum allan leikinn og leikmenn Garðarbæjarliðsins voru seinir að skila sér til baka í vörnina sem FH-ingar nýttu sér í botn og þá einkum og sér í lagi Óðinn Þór, sem var besti leikmaður FH ásamt Einari Rafni en þeir félagar enduðu deildina með því að skora jafnmörg mörk, eða 138 talsins.

Stjarnan 26:38 FH opna loka
60. mín. Brynjar Jökull Guðmundsson (Stjarnan) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert