Þessi lið mætast í úrslitakeppninni

Magnús Stefánsson lyftir deildarmeistarabikarnum með Eyjamönnum í kvöld.
Magnús Stefánsson lyftir deildarmeistarabikarnum með Eyjamönnum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Niðurstaðan í Olísdeild karla 2017-18 liggur nú fyrir eftir að flautað var til leiksloka hjá Fram og ÍBV í lokaumferð Olísdeildar karla í Safamýri. 

ÍBV tryggði sér þar með deildarmeistaratitilinn með því að sigra, 34:33, með marki Agnars Smára Jónssonar á  lokasekúndunum.

Selfyssingar voru hársbreidd frá því að vinna deildina en verða nú að sætta sig við annað sætið.

ÍBV fékk 34 stig, Selfoss 34, FH 34, Valur 31, Haukar 29, Afturelding 23, Stjarnan 21, ÍR 18, Grótta 13, Fram 12, Fjölnir 10 og Víkingur 5 stig.

ÍBV mætir því ÍR

Selfoss mætir Stjörnunni

FH mætir Aftureldingu

Valur mætir Haukum

Grótta og Fram eru komin í sumarfrí eins og Fjölnir og Víkingur sem eru fallin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert