Valsarar kórónuðu árangurinn á útivelli

Daníel Þór Ingason, Magnús Óli Magnússon og Atli Már Báruson ...
Daníel Þór Ingason, Magnús Óli Magnússon og Atli Már Báruson í leik Hauka og Vals. mbl.is/Hari

Haukar og Valur mættust í hreinum úrslitaleik um 4. sæti Olísdeildar karla í handknattleik á Ásvöllum í kvöld er lokaumferðin fór fram. Það voru Valsarar sem báru sigur úr býtum, 29:22, og munu því hafa heimavallarrétt þegar þessi lið mætast í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins. Valsarar unnu 10 af 11 útileikjum sínum í vetur sem er frábær árangur.

Valsarar fóru kröftuglega af stað eins og svo oft áður í útileikjum sínum í vetur en þeir töpuðu aðeins einum slíkum á tímabilinu. Gestirnir voru mest sex mörkum yfir en Haukar áttu 14 mínútna kafla þar sem þeim tókst ekki að skora eitt einasta mark.

Magnús Óli Magnússon hikstaði aðeins í upphafi leiks og lét verja nokkur skot frá sér en endaði hálfleikinn með sex mörk er Valur var 14:9-yfir.

Gestirnir voru áfram sterkari aðilinn í upphafi síðari hálfleik og stefndi allt í þægilegan sigur þeirra á 40. mínútu þegar forystan var orðin sjö mörk. Haukar komu með áhlaup um miðjan hálfleikinn og minnkuðu muninn í þrjú mörk. Björgvin Páll Gústavsson var þeirra langbesti maður, varði oft á tíðum frábærlega og hélt liðinu á floti þegar sem verst gekk en Adam Haukur Baumruk var svo öflugastur á hinum enda vallarins og skoraði fimm mörk.

Þrátt fyrir tilburði þeirra voru þó of margir leikmanna Hauka undir pari og unnu Valsarar því sinn tíunda útileik í vetur. Magnús Óli endaði leikinn með 10 mörk en Vignir Stefánsson skoraði sex.

Aftur andstæðingar í úrslitakeppninni

Valsarar taka á móti Haukum eftir um þrjár vikur þegar úrslitakeppnin fer af stað. Með sigrinum í kvöld tryggðu þeir sér hinn svokallaða heimavallarrétt en Valsheimilið hefur reyndar ekkert endilega reynst Völsurum vel í vetur.

10 af 15 sigrum liðsins hafa komið á útivelli og vegna erfiðleika Íslandsmeistaranna á Hlíðarenda var liðið aldrei í alvöru baráttu um deildarmeistaratitilinn. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, sagði þó við mbl.is eftir leik að hann hefði ekki teljandi áhyggjur af gengi liðsins á heimavelli.

Haukar voru afleitir í kvöld og hlýtur það vissulega að vera áhyggjuefni. Þeir unnu þó leik sinn í Valsheimilinu og munu trúa því að þeir geti endurtekið leikinn í næsta mánuði. Gunnar Magnússon, þjálfari þeirra, er eldri en tvívetra í handboltanum og veit sem er að sveiflur koma í svona leiki. Nú skiptir aðal máli að vera klár fyrir mál málanna; úrslitakeppnina sjálfa. Haukar hafa úr frábærum leikmönnum að velja en það hefur vantað stöðugleika á Ásvelli í vetur.

Haukar 22:29 Valur opna loka
60. mín. Leik lokið Valsarar vinna hér sannfærandi og sanngjarnan sigur og enda í 4. sætinu, Haukar í því fimmta.
mbl.is
L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla