Akureyri aftur upp í efstu deild

Gleðin við völd! Friðrik Svavarsson, fyrirliði Akureyrarliðsins, Brynjar Hólm Grétarsson ...
Gleðin við völd! Friðrik Svavarsson, fyrirliði Akureyrarliðsins, Brynjar Hólm Grétarsson og Arnór Þorri Þorsteinsson eftir leikinn. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Akureyri tryggði sér sæti í efstu deild karla í handbolta með 26:20-heimasigri á HK í síðustu umferð Grill 66 deildarinnar í kvöld. Akureyri var með 14:10-forystu í hálfleik og alltaf líklegri aðilinn til að vinna leikinn.

Lærisveinar Sverre Jakobsson féllu úr deild þeirra bestu á síðasta ári og er dvöl þeirra í næstefstu deild því stutt. Garðar Már Jónsson skoraði sex mörk fyrir Akureyri og Patrekur Stefánsson bætti við fimm. 

Elías B. Sigurðsson, Bjarki Finnbogason og Svarar K. Grétarsson skoruðu þrjú mörk hver fyrir HK. 

Lið Akureyrar, sem sigraði í kvöld í næstu efstu deild ...
Lið Akureyrar, sem sigraði í kvöld í næstu efstu deild karla í handbolta - Grill66 deildinni, og leikur því Olísdeild næsta vetur, efstu deild Íslandsmótsins. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Sverre Jakobsson þjálfari Akureyrar gat leyft sér að fagna þegar ...
Sverre Jakobsson þjálfari Akureyrar gat leyft sér að fagna þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum og sigur í höfn. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Örvhenti hornamaðurinn Garðar Már Jónsson var markahæstur í kvöld - ...
Örvhenti hornamaðurinn Garðar Már Jónsson var markahæstur í kvöld - gerði sex mörk fyrir Akureyringa. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Patrekur Stefánsson í þann mund að snara sér framhjá varnarmanni ...
Patrekur Stefánsson í þann mund að snara sér framhjá varnarmanni HK. Patrekur gerði fimm mörk í kvöld. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Ihor Kopyshynskyi skorar fyrir Akureyri eftir hraðaupphlaup í kvöld.
Ihor Kopyshynskyi skorar fyrir Akureyri eftir hraðaupphlaup í kvöld. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is