Höfum farið lengra en í Safamýri til að taka víti

FH-ingarnir glaðir eftir sigurinn í vítakeppninni gegn St.Pétursborg.
FH-ingarnir glaðir eftir sigurinn í vítakeppninni gegn St.Pétursborg. Ljósmynd/Facebook-síða FH

FH-ingar eru með skemmtilega twitter-færslu á síðu sinni í kjölfarið á frétt þess efnis að Selfyssingar hafa kært framkvæmd leiks Fram og ÍBV í Olís-deildinni í handknattleik í fyrrakvöld.

„Við FH-ingar höfum nú farið lengra en í Safamýrina til að taka víti,“ er twitter-færslan en eins og frægt var þurftu FH-ingar að fara tvær ferðir til St. Pétursborgar í Rússlandi í Evrópukeppninni í vetur. Eftir leikinn kærði St. Péturborg framkvæmd leiksins og þurftu að halda aftur út til Rússlands og etja kappi við St. Pétursborg í vítakastkeppni sem FH-ingar höfðu betur í.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert