Grátlegt tap fyrir Þjóðverjum

Lovísa Thompson og Mariam Eradze voru svekktar í leikslok.
Lovísa Thompson og Mariam Eradze voru svekktar í leikslok. Ljósmynd/HSÍ

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri þurfti að sætta sig við grátlegt 25:24-tap gegn Þjóðverjum í öðrum leik sínum í undankeppni HM í Ungverjalandi í dag. Riðilinn er leikinn í Vestmannaeyjum. 

Ísland vann stórsigur á Makedóníu í gær á meðan Þýskaland vann Litháen og var leikurinn í dag því að öllum líkindum hreinn úrslitaleikur um hvort liðið myndi enda í efsta sæti riðilsins. Tvö lið úr riðlinum fara þó áfram og íslenska liðinu nægir sigur gegn Litháen í lokaleik riðilsins á morgun til að tryggja sér sæti á HM. 

Lovísa Thompson var markahæst hjá íslenska liðinu með sjö mörk og þær Sandra Erlingsdóttir og Bertha Rut Harðardóttir skoruðu fimm mörk hvor. Andrea Jacobson skoraði fjögur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert