FH-ingar voru skrefinu á undan

FH og Afturelding mætast í kvöld.
FH og Afturelding mætast í kvöld. mbl.is/Haraldur Jónasson / Hari

FH-ingar náðu 1:0 forystu gegn Aftureldingu í einvígi liðanna í átta liða úrslitum úrvalsdeildar karla í handknattleik en liðin áttust við í Kaplakrika í kvöld þar sem FH hafði betur, 34:32.

Vel stemmdir FH-ingar tóku leikinn strax í sínar hendur og höfðu undirtökin í leiknum í fyrri hálfleiknum. FH var fjórum mörkum yfir í leikhlé, 16:12, en sóknarleikurinn var mjög öflugur og hraður og vörn FH-inga var sterk sem varð til þess að Mosfellingar gerðu sig seka um nokkur slæm mistök í sókninni.

FH-ingar héldu sínu striki framan í síðari hálfleik og slökuðu ekkert á klónni. Þeir náðu fljótlega sex marka forskoti og mest sjö marka forskoti en leikmönnum Aftureldingar til hróss þá lögðu þeir ekki árar í bát. Þeim tókst að minnka muninn niður í tvö mörk þegar tvær mínútur og hleypa spennu í leikinn en FH-ingar héldu haus og lönduðu sanngjörnum sigri sigri þegar upp er staðið.

Í góðri liðsheild FH-inga var Gísli Þorgeir Kristjánsson fremstur á meðal jafningja. Hann skoraði mörk glæsileg mörk og mataði félaga sínum með laglegum sendingum. Einar Rafn Eiðsson var sömuleiðis ógandi og öflugur en hvort um var að kenna einhverri værukærð á lokamínútum leiksins þá hleyptu þeir Mosfellingum inn í leikinn.

Elvar Ásgeirsson sneri aftur inn í lið Aftureldingar eftir að hafa slasast í janúar og heilt yfir var hann besti maður Mosfellinga í leiknum. Á lokamínútunum hljóp mikill kraftur í leik Aftureldingar ekki síst fyrir betri varnarleik og flotta markvörslu Lárusar Helga á síðustu mínútum leiksins.

FH 34:32 Afturelding opna loka
60. mín. Einar Rafn Eiðsson (FH) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert