Arnór markahæstur og á hraðleið upp

Arnór Þór Gunnarsson.
Arnór Þór Gunnarsson. mbl.is/Árni Sæberg

Arnór Þór Gunnarsson landsliðsmaður í handknattleik var einu sinni sem oftar í aðalhlutverki hjá Bergischer þegar liðið vann enn einn sigurinn í þýsku B-deildinni í kvöld.

Arnór var markahæstur með 7 mörk í útisigri á Nordhorn, 33:28, og nú er lið hans með fimmtán stiga forskot á liðið í þriðja sæti þegar átta umferðum er ólokið. Bergischer er með 56 stig, Bietigheim 49 og Lübeck-Schwartau 41 stig en tvö efstu liðin vinna sér sæti í efstu deild.

mbl.is