Haukar keyrðu yfir meistarana

Daníel Þór Ingason í fanginu á Ými Erni Gíslasyni í ...
Daníel Þór Ingason í fanginu á Ými Erni Gíslasyni í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Haukar eru komnir í undanúrslit Íslandsmóts karla í handbolta eftir auðveldan 29:19-sigur á ríkjandi Íslandsmeisturum Vals á Ásvöllum í kvöld. Haukar voru yfir allan leikinn og var sigurinn mjög sannfærandi.

Haukar byrjuðu betur og með góðum varnarleik og með Björgvin Pál Gústavsson í stuði lokuðu þeir á allar leiðir Valsmanna. Eftir 16 mínútur var staðan 6:2, Haukum í vil. Þeir náðu mest sex marka forystu í fyrri hálfleik í stöðunni 9:3, á 25. mínútu. Valsmenn minnkuðu aðeins muninn á næstu mínútum en þá tóku Haukar aftur við sér og náðu sex marka forystu á ný og var staðan í hálfleik 12:6.

Valsmenn byrjuðu á því að tapa boltanum í sinni fyrstu sókn í seinni hálfleik og Adam Haukur Bamruk kom Haukum í 13:6-forystu. Hægt og rólega bættu Haukar í forskotið á næstu mínútum og var staðan orðin 21:10 þegar seinni hálfleikur var hálfnaður.  

Valsmenn voru ekki líklegir til að minnka muninn að neinu ráði eftir það og Haukar vinna einvígið 2:0.

Haukar 29:19 Valur opna loka
60. mín. Leik lokið Haukarnir rústa Íslandsmeisturunum.
mbl.is