Landsliðskonur framlengdu

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir.
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Landsliðskonurnar Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Perla Ruth Albertsdóttir hafa framlengt samninga sína við Selfoss til næstu tveggja ára.

Báðar hafa þær verið í stórum hlutverkum hjá Selfossi í Olís-deildinni í handknattleik síðustu árin þrátt fyrir ungan aldur en Perla er 21 árs og Hrafnhildur 22 ára.

Frá þessu er greint á heimasíðu Selfoss.

Perla Ruth Albertsdóttir.
Perla Ruth Albertsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is