Sendir Patrekur Garðbæinga í sumarfrí?

Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, mætir uppeldisfélagi sínu, Stjörnunni í kvöld.
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, mætir uppeldisfélagi sínu, Stjörnunni í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Selfoss og Haukar í kvöld tækifæri á því að vinna sér sæti í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik. 

Stjarnan og Selfoss mætast í Mýrinni í Garðabæ og á Ásvöllum í Hafnarfirði taka Haukar á móti Val. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:30. 

Selfoss vann fyrsta leikinn gegn Stjörnunni 33:25 á Selfossi. Haukar unnu fyrsta leikinn gegn Val 22:00 á Hlíðarenda en Valsmenn eru ríkjandi Íslandsmeistarar. Vinna þarf tvo leiki til að komast í undanúrslit en FH og ÍBV hafa þegar unnið sér þar sæti. 

mbl.is