Gerðum hroðaleg mistök í lokin

Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals.
Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals. mbl.is/ Kristinn Magnússon

„Þetta var hörkuleikur, járn í járn frá upphafi,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, vonsvikinn eftir sex marka tap fyrir Fram, 28:22, í annarri viðureign liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna í Framhúsínu í dag. Staðan er þar með jöfn í rimmu liðanna, hvort lið hefur einn vinning.

„Við gerðum hroðaleg mistök á síðustu mínútunum sem voru dýr þegar upp var staðið,“ sagði Ágúst og bætti við að Fram hefði haft frumkvæðið í leiknum, ekki síst hafi Valur verið í vandræðum með að koma böndum yfir Karen Knútsdóttur.  „Karen var í sérklassa í dag auk þess sem Guðrún Ósk var góð í markinu.

En við þurfum að laga eitt og annað fyrir næsta leik. Það er kærkomið að fá þriggja daga frí fram að næsta leik. Leikmenn geta hlaðið rafhlöðurnar. Við verðum að vera beittari í sóknarleiknum á mánudaginn,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert