Sagðir vera sterkari

Hinn örvhenti Cristian Adomnicai (18), sem hér sækir að vörn …
Hinn örvhenti Cristian Adomnicai (18), sem hér sækir að vörn Vals í fyrri leik liðanna í fyrra, er enn í liði Potaissa Turda. Hann skoraði sjö mörk í leikjunum mbl.is/Kristinn Magnússon

Í annað sinn á einu ári eru leikmenn rúmenska liðsins Potaissa Turda mættir til Íslands til þess að mæta íslensku félagsliði í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu.

Síðast léku þeir við Valsmenn en að þessu sinni eru leikmenn Turda komnir til Vestmannaeyja hvar þeir mæta ÍBV í dag klukkan 15 í íþróttamiðstöðinni.

Mörgum eru e.t.v. í fersku minni viðureignir Vals og Turda í fyrra, ekki síst síðari leikurinn en hann dró dilk á eftir sér. Valur vann fyrri viðureignina í Valshöllinni, 30:23, en tapaði síðari leiknum í Turda með níu marka mun, 32:23. Dómarar síðari leiksins léku stórt hlutverk og drógu verulega taum heimamanna og eftirlitsmaðurinn virtist vera á sömu bylgjulengd.

Valsmenn lögðu inn kvörtun til Handknattleikssambands Evrópu ásamt slakri upptöku af leiknum, sem unnin var af heimamönnum í Turda. Eins og stundum áður komust Valsmenn ekkert áfram með sitt mál. Úrslitin stóðu. Turda lék til úrslita og steinlá í tveimur leikjum fyrir Sporting frá Portúgal með 15 marka mun.

Sjá forspjall um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert