Nýtt íslenskt EHF-dómarapar

Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson.
Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson. ljósmynd/Sigfús Gunnar

Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson handboltadómarar útskrifuðust sem EHF-dómarapar um helgina, en þeir luku EHF-námskeiði í Drammen í Noregi. 

Svavar hefur áður verið EHF-dómari, en hann dæmdi m.a í Meistaradeild Evrópu með Arnari Sigurjónssyni. Þeir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson hafa dæmt á erlendri grundu í áraraðir og er Ísland nú með tvö EHF-dómarapör. 

Handknattleikssamband Íslands greindi frá þessu á Instagram-síðu sinni, eins og sjá má hér að neðan. 

<div> <div></div> </div>

<a href="https://www.instagram.com/p/Bh7D4uQglsm/" target="_blank">Nýjasta EHF par okkar Íslendinga eru þeir Sigurður H. Þrastarson og Svavar Ólafur Pétursson en þeir luku EHF námskeiði í Drammen í Noregi nú um helgina. Til hamingju Siggi og Svavar! #handbolti #uppmeðsokkana</a>

A post shared by <a href="https://www.instagram.com/hsi_iceland/" target="_blank"> Handknattleikssamband Íslands</a> (@hsi_iceland) on Apr 23, 2018 at 11:21am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert