Þær unnu sér sætið og eiga að stýra skútunni

Vilhelm Gauti Bergsveinsson, þjálfari HK.
Vilhelm Gauti Bergsveinsson, þjálfari HK. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég er með nokkuð stóran hóp leikmanna sem gerði að verkum að ég gat dreift álaginu í leikjum án þess að það kæmi niður á getu liðsins,“ sagði Vilhelm Gauti Bergsveinsson, þjálfari kvennaliðs HK í handknattleik, sem nú getur búið sig undir þátttöku í úrvalsdeild kvenna á næsta keppnistímabili eftir að hafa slegið út Gróttu í þremur viðureignum í umspili.

„Stúlkurnar hafa unnið vel í vetur og æft af krafti. Allt hefur það skilað sér þegar upp var staðið, ekki síst keyrsluæfingarnar á hverjum mánudegi,“ sagði Vilhelm en 85-90% af leikmönnum HK eru uppaldir innan félagsins.

Vilhelm Gauti tók við þjálfun HK-liðsins á síðasta sumri. Hann segir að árangurinn nú sé ekki aðeins afrakstur æfingar síðasta árið. „Ólafur Víðir Ólafsson og Hákon Bridde höfðu unnið með þessum hóp í tvö ár áður en ég tók við. Þeir eiga sinn þátt í árangrinum. Ég tók við góðu búi þótt þrír leikmenn hafi yfirgefið okkur í sumar sem leið.“

Viðtalið við Vilhelm Gauta er í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert