Aron og Björgvin í banastuði

Eyjamenn fagna sigrinum gegn Haukum í gærkvöld.
Eyjamenn fagna sigrinum gegn Haukum í gærkvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Eyjamenn komust í 1:0 í einvígi ÍBV og Hauka í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik í gærkvöldi. Leikurinn fór fram á heimavelli deildar- og bikarmeistara ÍBV og var stemningin og umgjörðin frábær.

Leiknum lauk 24:22 en Eyjamenn leiddu 12:8 í hálfleik. Undir lokin tókst gestunum að komast tveimur mörkum yfir, 19:17, en eftir það kom ótrúlegur kafli hjá Eyjamönnum.

Markverðir liðanna voru í banastuði í gærkvöld og hallar ekki á neinn þegar sagt er að þar áttust við tveir bestu markverðir Íslands, Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson. Tónninn var gefinn strax í upphafi leiksins þar sem þeir klukkuðu annan hvern bolta sem rataði á mark þeirra út allan hálfleikinn.

Stemningin í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja í gær var ótrúleg, eins og alltaf þegar fram fara mikilvægir leikir í handknattleik á eyjunni fögru grænu. Elliði Snær Viðarsson, leikmaður ÍBV, tók út leikbann í leiknum en hann hélt uppi stemningunni í stúkunni og leiddi sveit liðsins, Hvítu riddarana, áfram með glæsibrag.

Sjá meira um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert