Dregið í riðla fyrir HM

Stefán Arnarson er annar þjálfari U-20 ára kvennalandsliðsins.
Stefán Arnarson er annar þjálfari U-20 ára kvennalandsliðsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í morgun var dregið í riðla fyrir heimsmeistaramót U-20 ára landsliða kvenna í handknattleik en úrslitakeppnin fer fram í Ungverjalandi 1.-14. júlí sumar.

Ísland er meðal þátttökuþjóða en það tryggði sér keppnisréttinn með því að hafna í öðru sæti í undanriðlinum sem leikinn var í Vestmannaeyjum í mars.

Ísland verður í B-riðli á HM ásamt Rússlandi, S-Kóreu, Slóveníu, Kína og Síle.

Riðlarnir líta þannig út:

A-riðill: Ungverjaland, Noregur, Svartfjallaland, Brasilía, Portúgal, Fílabeinsströndin           

B-riðill: Rússland, S-Kórea, Slóvenía, Kína, Síle, Ísland       

C-riðill: Danmörk, Holland, Rúmenía, Angóla, Japan, Paragvæ

D-riðill: Frakkland, Þýskaland, Spánn, Króatía, Egyptaland, Svíþjóð    

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert