Elena samdi við Før­de

Elena Elísabet Birgisdóttir.
Elena Elísabet Birgisdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Handboltakonan Elena Elísabet Birgisdóttir frá Selfossi, sem hefur leikið með Stjörnunni í Garðabæ undafarin tvö ár, hefur gert tveggja ára samning við norska B-deildarliðið Før­de.

Hilmar Guðlaugsson tók nýlega við þjálfun Før­de af Kristni Guðmundssyni sem stýrt hefur liðinu undanfarin þrjú ár og undir hans stjórn vann liðið sér sæti í B-deildinni fyrir ári síðan. Liðið endaði í 9. sæti af 12 liðum í deildinni á nýafstöðnu tímabili.

Elena andsalar samninginn við Odd Erik Gullaksen íþróttastjóra Førde.
Elena andsalar samninginn við Odd Erik Gullaksen íþróttastjóra Førde. Ljósmynd/úr einkasafni

„Með þessu fetar Elena í fótspor frænku sinnar Ingu Fríðu Tryggvadóttur og Selfyssinganna Auðar Hermannsdóttur og Huldu Bjarnadóttur sem allar spiluðu í atvinnumennsku eftir að hafa slitið handboltaskónum á Selfossi,“ segir í frétt á heimasíðu Selfyssinga.

mbl.is