Breytingar á leiktímum hjá ÍBV og FH

Theodór Sigurbjörnsson að skora fyrir ÍBV gegn FH í fyrrakvöld.
Theodór Sigurbjörnsson að skora fyrir ÍBV gegn FH í fyrrakvöld. mbl.is/Hari

Mótanefnd HSÍ í samráði við ÍBV og FH ákveðið leikatíma á leik fjögur og fimm (ef hans til hans kemur), í úrslitaeinvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla.

Fjórði leikurinn verður í Kaplakrika á laugardaginn klukkan 16.30 en átti upphaflega að fara fram klukkan 19.30. Ef til fimmta leiksins kemur verður hann í Eyjum á þriðjudaginn klukkan 18.30 en ekki klukkan 19.30.

Breytingarnar eru gerðar vegna ferðatilhögunar liðanna og möguleikanum á því að ferja áhangendur félaganna milli lands og Eyja.

Þriðji leikur liðanna fer fram í Eyjum klukkan 18.30 í kvöld en staðan í einvígi liðanna er jöfn, 1:1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert