Ragnar með fjögur og Bjarki tvö

Bjarki Már Elísson leikur með Füchse Berlín og skoraði tvö ...
Bjarki Már Elísson leikur með Füchse Berlín og skoraði tvö mörk í dag. Ljósmynd/Uros Hocevar

Bjarki Már Elísson skoraði tvö mörk fyrir Füchse Berlín sem vann eins marks sigur á Rúnari Kárasyni og félögum í Hannover-Burgdorf í efstu deild þýska handboltans í dag. Rúnar Kárason skorað eitt mark og lék í vörn.

Berlínarliðið hefur 49 stig í 3. sæti en Hannover-Burgdorf hefur 43 stig í 6. sæti.

Ragnar Jóhannsson skoraði fjögur mörk fyrir Hüttenberg sem tapaði með sex mörkum fyrir Magdeburg, 37:31 en leikurinn fór fram á heimavelli Ragnars og félaga. Hüttenberg hefur 13 stig í neðsta sæti deildarinnar.

mbl.is