Austurríkismeistari á förum

Hildigunnur Einarsdóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Hildigunnur Einarsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Golli

„Það var mjög þægilegt að vinna meistaratitilinn eftir að það voru mikil vonbrigði í liðinu eftir að hafa dottið út úr bikarnum,“ sagði Hildigunnur Einarsdóttir, leikmaður Hypo, í samtali við Morgunblaðið en hún varð Austurríkismeistari með liði sínu í handbolta á sunnudaginn.

„Við lékum illa á þeim tíma en náðum okkur upp aftur í þessum leikjum gegn Stockerau. Við unnum þær vissulega með ellefu mörkum á útivelli en þetta var aldrei öruggt og við vissum að við þyrftum að berjast um þetta, líka í seinni leiknum, sem við og gerðum og það var virkilega ljúft að ljúka tímabilinu á þessum nótum,“ sagði Hildigunnur

Miklir yfirburðir

Hypo hafði mikla yfirburði í Austurrísku deildarkeppninni og vann 21 leik af 22 og segir Hildigunnur að liðið sé einfaldlega langbesta lið landsins.

„Hypo hefur mikla yfirburði í austurrísku 1. deildinni. Það eru til peningar hérna og þannig hefur það alltaf verið. Félagið hefur forskot á önnur lið í deildinni. Liðið er ekki eins sterkt og það hefur verið í Evrópukeppnum en þetta er langsterkasta lið deildarinnar og það á að fara í gegnum tímabilið, taplaust.“

Sjá allt viðtalið við Hildigunni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert