Einfaldlega langbestir

Eyjamenn fagna Íslandsmeistaratitlinum.
Eyjamenn fagna Íslandsmeistaratitlinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Leikmenn og stuðningsmenn ÍBV fögnuðu lengi og innilega í íþróttahúsinu í Kaplakrika á laugardaginn eftir að ÍBV tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla eftir sigur á FH, 28:20, í fjórða úrslitaleik liðanna. Þetta er í annað sinn sem ÍBV verður Íslandsmeistari í handknattleik karla en sá fyrsti vannst fyrir fjórum árum.

FH-ingar áttu á brattann að sækja frá upphafi leiksins á laugardaginn. Lið ÍBV var einfaldlega sterkara og einbeittara að þessu sinni. Breiddin í leikmannahópnum meiri, varnarleikurinn frábær auk þess sem Aron Rafn Eðvarðsson átti enn einn stórleikinn í marki ÍBV. Vel fór á því að hann var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar að þessu sinni.

FH-liðið tjaldaði öllu sem til var. Gísli Þorgeir Kristjánsson lék með nánast frá upphafi til enda þrátt fyrir að hafa hlotið slæmt högg á hægri öxl og höfuð í viðureign liðanna á fimmtudaginn. Ásbjörn Friðriksson reyndi hvað hann gat til þess að drífa félaga sína af stað en ljóst var frá upphafi að Ásbjörn var langt frá að vera klár í slaginn sökum tognunar í kálfa sem hann varð fyrir í fyrsta úrslitaleik liðanna viku áður.

Annað árið í röð urðu leikmenn FH að bíta í það súra epli ásamt þjálfara sínum, Halldóri Jóhanni Sigfússyni, að taka við silfurverðlaunum. Fyrir ári laut FH í lægra haldi fyrir Val í mun jafnari rimmu en þeirri sem lauk á laugardaginn.

„Hvað líður þessum úrslitum þá finnst mér lið mitt hafa verið frábært í vetur. ÍBV-liðið hefur hinsvegar verið langbesta liðið. Það er reynslumikið og með marga leikmenn sem hafa unnið úrslitaleiki. Það skiptir miklu máli þegar upp er staðið á þessum stað í mótinu. Það segir sig sjálft að liðið sem vinnur alla úrslitaleiki sem það leikur er það besta,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert