Aron eftirsóttur af liðum í Evrópu

Aron Rafn Eðvarðsson varð deildarmeistari, bikarmeistari og Íslandsmeistari með ÍBV …
Aron Rafn Eðvarðsson varð deildarmeistari, bikarmeistari og Íslandsmeistari með ÍBV á nýliðnu keppnistímabili. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aron Rafn Eðvarðsson, landsliðsmarkmaður í handknattleik er eftirsóttur af liðum í Evrópu en það er Vísir.is sem greinir frá þessu í dag. Markmaðurinn er samningslaus en samningur hans við ÍBV rann út þann 1. júní síðastliðinn. 

Hann varð deildarmeistari, bikarmeistari og Íslandsmeistari með ÍBV á nýliðnu keppnistímabili en lið frá Austurríki og Þýskalandi hafa nú þegar gert honum tilboð og þá hefur lið í Frakklandi einnig sýnt honum mikinn áhuga.

RK Vardar í Skopje hefur einnig sýnt honum áhuga samkvæmt Vísi og þá eru þrjú lið í íslensku úrvalsdeildinni sem vilja fá markmanninn í sínar raðir. Það er því nóg í boði hjá þessum öfluga leikmanni sem er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Litháen í umspili um laust sæti á HM 2019 sem fram fer í Danmörku og Þýskalandi. Fyrri leikurinn fer fram í Litháen 8. júní og sá síðari í Laugardalshöllinni 13. júní næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert