Litháar eru með marga öfluga leikmenn

Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði íslenska landsliðsins.
Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði íslenska landsliðsins. mbl.is/Árni Sæberg

Á föstudaginn mætast landslið Íslands og Litháens fyrra sinni í undankeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik karla. Leikið verður í Vilnius í Litháen.

Bæði lið hafa búið sig af kostgæfni undir leikina en þau mæta öðru sinni í Laugardalshöllinni á miðvikudaginn eftir rúma viku. Samanlögð úrslit leikjanna tveggja ráða hvort liðið tryggir sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Danmörku og í Þýskaland í janúar á næsta ári.

Nokkuð er síðan Litháar komu saman til fyrstu æfinga en bækistöðvar æfinga þeirra eru í Alytus í suðurhluta landsins. Þeir léku tvo vináttulandsleiki við granna sína frá Hvíta-Rússlandi á sunnudaginn og í gær. Báðar viðureignirnar fór fram í Hvíta-Rússlandi. Litháar unnu fyrri leikinn með fjögurra marka mun, 32:28, en töpuðu þeirra síðari í gær, 38:36. Hvít-Rússa búa sig um þessar mundir undir leiki við lærisveina Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu þar sem einnig verður úr því skorið hvort liðið tekur þátt í HM á næsta ári.

Stórskyttan er Evrópumeistari

Nokkrir sterkir leikmenn landsliðs Litháens tóku ekki þátt í leikjunum þar sem þeir luku ekki keppnistímabili sínu fyrr en um helgina. Þar á meðal er stórskyttan Jonas Truchanovicius, leikmaður nýkrýndra Evrópumeistara Montpellier. Hinn 203 sentimetra hái handknattleiksmaður kom til liðs við landsliðið í gærkvöldi eftir að það kom heim frá Hvíta-Rússlandi. Sömu sögu er að segja um Aiden Malasinkas, sem leikur með Zaporozhye í Úkraínu, og Roland Bernatoni, liðsmann Saint Raphaël í Frakklandi.

Fjórði leikmaðurinn sem hefur haft öðrum hnöppum að hneppa en æfa með landsliðinu er Gerd Babarskas. Hann gerði það gott með þýska 2. deildar liðinu Coburg á nýliðinni leiktíð en flytur yfir landamærin til Frakklands í sumar og leikur með Chambéry á næsta keppnistímabili. Einnig vantaði í hópinn örvhentu skyttuna Mindaukas Dumcius sem lék með Akureyri handboltafélagi keppnistímabilið 2016/2017 en er nú liðsmaður EHV Aue í þýsku 2. deildinni.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert