Þegar Litháar reyndust óþægir ljáir í þúfu

Andrius Stelmokas var landsliðsmaður Litháa og leikmaður KA.
Andrius Stelmokas var landsliðsmaður Litháa og leikmaður KA. mbl.is/Kristján Kristjánsson

Í aðdraganda viðureigna Íslands og Litháen í undankeppni heimsmeistaramóts karla í handknattleik sem fram fara á föstudaginn og á miðvikudaginn í næstu viku er ekki úr vegi að rifja upp að fyrir rúmum 20 árum gerðu Litháar Íslendingum skráveifu á handknattleiksvelli í Kaunas að viðstöddum um 400 áhorfendum. Skráveifan átti mestan þátt í að íslenska landsliðinu lánaðist ekki að tryggja sér keppnisrétt í lokakeppni EM sem fram fór árið eftir, 1998, á Ítalíu.

Undankeppni EM 1998 fór fram haustið og fyrri hluta vetrar 1997. Leikið var í fimm fjögurra liða riðlum og komust tvö efstu lið hvers riðils í lokakeppnina sem fram fór á Ítalíu í lok fram og í byrjun júní 1998. Eftir frábæran árangur á HM í Japan vorið 1997 þar sem íslenska landsliðið náði sínum besta árangri og hafnaði í 5. sæti var stefnan ótrauð sett á lokakeppni EM árið eftir. Íslenska landsliðinu hafði ekki lánast að vinna sér inn keppnisrétt í lokakeppni EM 1994 og 1996.

Íslenska landsliðið dróst í riðil með Sviss, Litháen og Júgóslavíu. Allt voru þetta landslið sem íslenska landsliðið átti að eiga í fullu tré við og sum þeirra talin tvímælalaust vera veikari en það íslenska, þ.e. landslið Sviss og Litháen. Þótt íslenska liðið hefði unnið Júgóslavíu á HM í Japan 1997 var ljóst að ekki yrði á vísan róið á ný, jafnvel þótt júgóslavneska landsliðið væri aðeins svipur hjá sjón vegna breytinga á landamærum í kjölfar borgarastyrjaldarinnar. Eins hafði íslenska landsliðið unnið Litháa á heimsmeistaramótinu í Japan 21:19, eftir talsverðar barning.

Hikstuðu gegn Sviss

Aðvörunarbjöllur glumdu strax í fyrsta leik íslenska landsliðsins eftir að það náði með naumindum jafntefli við Sviss í Laugardalshöll í fyrstu umferð riðlakeppninnar, 27:27. Á sama tíma gerðu Litháar óvænt jafntefli við Júgóslava í Belgrad, 25:25. Sigur íslenska landsliðsins í Sursee í Sviss nokkrum dögum síðar, 29:27, kom liðinu sporið á ný.

Sjáðu greinina í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert