Kostnaður fælir meistarana frá

Eyjamenn fagna Íslandsmeistaratitlinum.
Eyjamenn fagna Íslandsmeistaratitlinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Enn eitt árið munu ríkjandi Íslandsmeistarar í handknattleik karla ekki taka þátt í Meistaradeild Evrópu í handknattleik.

Mikill kostnaður fylgir þátttöku í keppninni, meiri en í EHF-keppninni eða í Áskorendakeppninni. Helgast það m.a. af fleiri leikjum, komist lið inn í riðlakeppnina, auk þess sem meiri kröfur eru gerðar til umgjarðar leikjanna í keppnishúsum félaganna.

Davíð Þór Óskarsson, formaður meistaraflokksráðs handknattleiksdeildar ÍBV, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að honum og öðrum sem standa að meistaraflokksráðinu hrjósi hugur yfir kostnaðinum sem gæti numið um 3,5 milljónum króna á hvern heimaleik. Þá væri útileikirnir eftir auk annars tilstands við hvern leik. Þess vegna hafi ÍBV ákveðið að sækja um þátttöku í EHF-keppninni á næstu leiktíð en gefið Meistaradeildina upp á bátinn.

„Það var sumu leyti heillandi að taka þátt í Meistaradeildinni en kostnaðurinn og umstangið svo mikið að við teljum að með þátttöku værum við að reisa okkur hurðarás um öxl. Því miður,“ sagði Davíð Þór og bætti við að ákvörðunin hefði verið tekin að vel athuguðu máli.

„Við reynum að spila vel úr því sem við höfum milli handanna og ætlum okkur ekki að skilja við fjárhag handknattleiksdeildarinnar í rjúkandi rúst,. Að minnsta kosti vildum við ekki vera með úr því að peningarnir til að standa straum af þátttökunni eru ekki fyrir hendi,“ sagði Davíð Þór ennfremur.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert