Ráðning Kristins staðfest

Kristinn Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari hjá ÍBV til næstu ...
Kristinn Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari hjá ÍBV til næstu þriggja ára. mbl.is/Ómar Óskarsson

Kristinn Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari hjá handknattleiksdeild ÍBV. Hann verður þjálfari meistaraflokks karla með Erlingi Richardssyni sem nýverið tók við þjálfun Íslands-, bikar- og deildarmeistaranna af Arnari Péturssyni.

Kristinn þekkir vel til í Eyjum en um áratugur er liðinn síðan hann var þjálfari síðast hjá ÍBV.  Hann er einnig gjörkunnugur Erlingi en þeir þjálfuðu saman hjá HK um árabil og stýrðu m.a. karlaliði HK til sigurs á Íslandsmótinu fyrir sex árum.

Kristinn hefur síðustu ár þjálfað í Noregi og var síðast hjá Førde. Samningur hans við ÍBV er til þriggja ára.

mbl.is