„Vil alltaf vera með“

Hafnfirðingarnir Aron Pálmarsson og Stefán Rafn Sigurmannsson eru samherjar í …
Hafnfirðingarnir Aron Pálmarsson og Stefán Rafn Sigurmannsson eru samherjar í íslenska landsliðinu á nýjan leik. mbl.is/Golli

Hornamaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson fær nú aftur tækifæri með landsliðinu í mótsleik eftir afar góða frammistöðu í Ungverjalandi í vetur og leikur í dag sinn 60. landsleik. Stefán Rafn var ekki með landsliðinu á síðustu tveimur stórmótum.

„Ég fékk smá pásu frá landsliðinu og saknaði þess auðvitað að spila landsleiki. Ég er virkilega spenntur og hef notið þess að taka þátt í undirbúningnum. Maður vill alltaf vera með í landsleikjum og það er mikill heiður að spila fyrir Ísland. Landsliðsþjálfarinn sem þá stýrði liðinu valdi annan leikmann og það er bara eins og gengur og gerist í boltanum. Mér hefur gengið hrikalega vel í vetur. Ég tel að ég sé kominn á góðan stað en er þó enn að bæta mig. Upp á síðkastið hefur mér gengið vel og ég er vel undirbúinn fyrir þetta verkefni,“ sagði Stefán þegar Morgunblaðið tók hann tali.

Nánar er rætt við Stefán Rafn í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Ísland mæt­ir Lit­há­en í Vilnius í dag klukk­an 16 að ís­lensk­um tíma í undan­keppni HM í handknattleik karla. Fylgst verður með leikn­um í beinni texta­lýs­ingu á mbl.is úr Siem­ens Ar­ena í Vilnius. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert