Noregur og Króatía með stórsigra

Sander Sagosen lék á als oddi í kvöld.
Sander Sagosen lék á als oddi í kvöld. Twitter/NORhandball

Noregur sigraði Sviss, 32:26, í fyrri leik liðanna í undankeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik sem fram fer í Dan­mörku og Þýskalandi á næsta ári.

Yfirburðir Norðmanna voru miklir strax frá upphafi og voru þeir átta mörkum yfir í hálfleik, 19:11. Sander Sagosen var manna bestur í liði Noregs, skoraði tíu mörk, en liðið gaf aðeins eftir í síðari hálfleik.

Króatía rótburstaði Svartfjallaland 32:19 í fyrri leik liðanna í Króatíu og Ungverjar unnu fimm marka útisigur, 29:24, á Slóveníu.

Síðari leikir liðanna fara fram á þriðjudag og miðvikudag í næstu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert