Virkilega góð tilfinning

Ólafur Guðmundsson og Arnar Freyr Arnarsson í hörðum slag við …
Ólafur Guðmundsson og Arnar Freyr Arnarsson í hörðum slag við Aidenas Malasinkas í leiknum í Vilníus í gær.

Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon átti virkilega góðan leik í skyttustöðunni hægra megin þegar Ísland gerði jafntefli 27:27 við Litháen í fyrri umspilsleik þjóðanna um sæti á HM karla í handknattleik 2019 í Vilníus í gær.

Ómar sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki átta sig á því hvers vegna Ísland missti niður þriggja marka forskot í síðari hálfleik eftir góða frammistöðu í þeim fyrri.

„Ég veit það eiginlega ekki og þyrfti að kíkja á leikinn til að svara því almennilega. En þá fóru hlutirnir að ganga upp hjá þeim en ákveðnir þættir leiksins gengu illa hjá okkur. Bæði í vörn og sókn en Bjöggi var flottur í markinu. Þegar Litháarnir jöfnuðu og komust yfir þá var mikil keyrsla á þeim. Við þurfum að standa í fæturna þegar slíkt gerist enda koma öll lið með áhlaup. Þá er spurning hvort við getum tæklað það,“ segir Ómar í Morgunblaðinu í dag.

Sjá ítarlega umfjöllun um leik Litháen og Íslands í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert