Serbía og Makedónía tóku stór skref

Kiril Lazarov skorar og skorar.
Kiril Lazarov skorar og skorar.

Serbía og Makedónía tóku í dag stór skref í áttina að lokakeppni heimsmeistaramóts karla í handbolta sem fram fer í Þýskalandi og Danmörku í byrjun næsta árs. Þjóðirnar unnu þá örugga sigra í fyrri umspilsleikjum sínum.

Serbía vann öruggan 28:21-heimasigur á Portúgal. Staðan í hálfleik var 14:10, Serbum í vil og bættu heimamenn hægt og örugglega í forskotið í síðari hálfleik. Nemanja Ilic skoraði sex mörk fyrir Serba og var markahæstur. 

Í Makedóníu unnu heimamenn átta marka sigur á Rúmeníu, 32:24. Makedónía var með forystu allan tímann og var staðan í hálfleik 15:10. Eins og oft áður var Kiril Lazarov markahæstur með átta mörk. 

mbl.is