Norðmenn í þægilegum riðli

Þórir Hergeirsson er þjálfari norska kvennalandsliðsins í handknattleik.
Þórir Hergeirsson er þjálfari norska kvennalandsliðsins í handknattleik. AFP

Dregið var í riðla fyrir lokamót EM 2019 í handknattleik kvenna í morgun en mótið fer fram í Frakklandi, dagana 29. nóvember til 16. desember. Þrjár þjóðir sem léku með Íslandi í riðli í undankeppninni komust á lokamótið, Danmörk, Slóvenía og Tékkland.

Þórir Hergeirsson og lærikonur hans í norska landsliðinu drógust í D-riðil en liðið á að fara upp úr þeim riðli, á pappírum í það minnsta. Þá drógust Svíar og Danir saman í A-riðil en dráttinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

A-riðill: Danmörk, Svíþjóð, Pólland, Serbía.
B:riðill: Frakkland, Svartfjallaland, Rússland, Slóvenía.
C-riðill: Ungverjaland, Spánn, Holland, Króatía.
D-riðill: Noregur, Þýskaland, Rúmenía, Tékkland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert